Snúin staða fyrir VG vegna NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 16:36 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk. Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk.
Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27