Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Í Lýðháskólanum á Flateyri verður sérstök áhersla lögð á að kynnast og læra á náttúru Vestfjarða. Lýðháskólinn á Flateyri Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent