Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Aron Ingi Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðaháskólans á Flateyri, segir marga koma að stofnun skólans. Félag um stofnun lýðháskóla á Flateyri „Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust,“ segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir að í fyrstu verði ein eða tvær námsbrautir með tuttugu til fjörutíu nemendum. „Það var stofnað félag um þetta fyrir ári og Flateyringar sýndu þessu mikinn áhuga. Svo fyrir nokkrum mánuðum fékkst vilyrði fyrir að fá styrk til að ráða framkvæmdastjóra,“ segir Helena. Mikil bjartsýni ríki um verkefnið. „Við reiknum með að námið verði tvær annir, en höfum ekki útilokað að fólk geti komið í hálft ár. Svo verður þetta keyrt í lotum, það verður engin hefðbundin námskrá. Námsbrautirnar munu snúast um tónlist, kvikmyndagerð og svo umhverfi og náttúruna. Þá ekki bara náttúruna til að leika sér og skoða heldur líka hvernig hægt er að vinna úr auðlindum hennar eins og tíðkast hefur á svæðinu,“ útskýrir Helena. Á svæðinu er mikil tónlistarsköpun og mikil gróska í kvikmyndagerð og við munum nýta þá krafta sem þar eru,“ segir Helena. Skólinn verði lyftistöng í báðar áttir. „Fólk kemur vestur, lærir og skemmtir sér og hugsanlega vilja einhverjir setja eitthvað af stað og jafnvel setjast að þarna. Svo geta Vestfirðingar miðlað sinni þekkingu áfram þannig að áhrifin geta verið margþætt,“ segir Helena. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
„Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust,“ segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir að í fyrstu verði ein eða tvær námsbrautir með tuttugu til fjörutíu nemendum. „Það var stofnað félag um þetta fyrir ári og Flateyringar sýndu þessu mikinn áhuga. Svo fyrir nokkrum mánuðum fékkst vilyrði fyrir að fá styrk til að ráða framkvæmdastjóra,“ segir Helena. Mikil bjartsýni ríki um verkefnið. „Við reiknum með að námið verði tvær annir, en höfum ekki útilokað að fólk geti komið í hálft ár. Svo verður þetta keyrt í lotum, það verður engin hefðbundin námskrá. Námsbrautirnar munu snúast um tónlist, kvikmyndagerð og svo umhverfi og náttúruna. Þá ekki bara náttúruna til að leika sér og skoða heldur líka hvernig hægt er að vinna úr auðlindum hennar eins og tíðkast hefur á svæðinu,“ útskýrir Helena. Á svæðinu er mikil tónlistarsköpun og mikil gróska í kvikmyndagerð og við munum nýta þá krafta sem þar eru,“ segir Helena. Skólinn verði lyftistöng í báðar áttir. „Fólk kemur vestur, lærir og skemmtir sér og hugsanlega vilja einhverjir setja eitthvað af stað og jafnvel setjast að þarna. Svo geta Vestfirðingar miðlað sinni þekkingu áfram þannig að áhrifin geta verið margþætt,“ segir Helena.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira