Innlent

Togararnir Breki og Páll komnir út af hættusvæði sjórána

Gissur Sigurðsson skrifar
Stefnt er að því að sigla í gegnum þennan skurð, Súesskurðinn, á fimmtudag.
Stefnt er að því að sigla í gegnum þennan skurð, Súesskurðinn, á fimmtudag. Vísir/Getty
Togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS , sem eru á heimleið frá Kína, þar sem voru smíðaðir, komust í gær út af hættusvæðinu í sundinu á milli Sómalíu og Jemens og eru komnir inn á Rauðahafið. þrír þungvopnaðir verðir, sem komu um borð í hvort skip þegar þau höfðu viðkomu á Shri Lanka, verða settir í land í dag, en ekkert sást til sjóræningja á hættusvæðinu.

Heimsigling togaranna er nú ríflega hálfnuð og hefur allt gengið eins og í sögu. Stefnt er að því að sigla í gegnum Súesskurðinn á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×