Innlent

Dauður grindhvalur í Stokkseyrarfjöru

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Grindhvalurinn liggur dauður í Stokkseyrafjöru en Ólafur tók þessa mynd af honum í morgun í göngu sinni í fjörunni.
Grindhvalurinn liggur dauður í Stokkseyrafjöru en Ólafur tók þessa mynd af honum í morgun í göngu sinni í fjörunni. Mynd/Ólafur Auðunsson

Ólafur Auðunsson á Stokkseyri gekk fram á dautt marsvín eða grindhval í morgun í Stokkseyrarfjöru.

Dýrið er um 6 metrar að lengd og hefur líklega legið í fjörunni í einhverja daga segir Ólafur.

Ekki er vitað hvað verður um hvalinn, hvort hann verður urðaður á staðnum eða látinn liggja og rotna í fjörunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.