Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 10:50 Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. vísir Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli. Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli.
Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38