Innlent

Finni jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
„Þessi tæki, snjallsímar, fartölvur og annað, við kunnum í rauninni ekki á þetta. Það er aldrei pása fyrr en við erum komin í heita pottinn í sundlauginni, þá loksins geturu lagt símann frá þér.“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, vinnusálfræðingur.

Sósíalíski þjóðarflokkurinn hefur lagt það til á danska þinginu að ný ákvæði verði sett í vinnulöggjöf sem veiti launþegum réttinn til að láta ekki ná í sig utan vinnutíma. Sambærileg löggjöf hefur þegar verið tekin upp í Frakklandi. Þá hefur þýski bílaframleiðandinn Wolksvagen tölvupóstkerfi sín stillt þannig að póstar sem sendir eru eftir að vinnutíma líkur berast starfsfólki ekki fyrr en morguninn eftir.

Ragnheiður segir hægt að fullyrða að streita sé lýðheilsuvá, ekki frekar en reykingar og hreyfingarleysi. Ragnheiður segir þörf á hugarfarsbreytingu bæði hjá atvinnurekendum og launþegum. Koma þurfi málum svo fyrir á þann hátt að ekki sé nauðsynlegt að hægt sé að ná sambandi við starfsfólk utan vinnutímans.


Tengdar fréttir

Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði

Konum sem eru frá vinnu vegna veikinda fjölgaði um 1.700 á árinu 2017. Á sama tíma fjölgaði körlum um 900. Umfang starfsemi VIRK hefur aukist verulega. Tveir af þremur sem þangað leita eru konur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.