Innlent

Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl

Sylvía Hall skrifar
Farþegar tóku mjög vel í vel heppnað apríl-gabb bílstjórans.
Farþegar tóku mjög vel í vel heppnað apríl-gabb bílstjórans. Mynd/Kristín Ólafsdóttir
Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út.  

Að sögn blaðamanns Vísis, sem staddur var í vagninum, var fólk heldur ringlað. Enginn hafði ýtt á stopp-takkann og margir héldu jafnvel að vagninn væri hættur að ganga vegna páskadags.

Þegar allir farþegar höfðu yfirgefið vagninn tilkynnti bílstjórinn farþegum að um aprílgabb væri að ræða og tóku farþegar mjög vel í grínið, enda hafði bílstjóranum tekist að láta farþegana hlaupa apríl. Eftir að allir höfðu stigið út úr vagninum og bílstjórinn tilkynnt þeim að um gabb væri að ræða gengu farþegar hlæjandi aftur inn í vagninn og héldu áfram leið sinni. 

Mikil ánægja var með apríl-gabbið meðal farþeganna og hafa margir sagt frá því á Twitter við góðar undirtektir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×