Filippus undir skurðarhnífinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 05:48 Filippus fagnar 97 ára afmæli í sumar. Vísir/Getty Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48
Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51