Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni. Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira