Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 10:44 Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur valda öryrkjum sárum vonbrigðum. Þuríður Harpa hjá ÖBÍ lýsir yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún segir hana ávísun á fátækt og eymd. „Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun halda við og búa til félagsleg vandamál, frekar en að færa fram lausnir. Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, um fyrstu viðbrögð bandalagsins við frumvarpi til fjármálaáætlunar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær.Þetta kemur fram í viðtali sem birtist á síðu Öryrkjabandalags Íslands en þar á bæ rýna menn í nýkynnta fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Og eru hóflega kátir – reyndar er réttara að tala um veruleg vonbrigði. Þau hjá ÖBÍ biðu í ofvæni í gær eftir fjármálaáætluninni og var talað um ögurstund.Engin merki um að bæta eigi afkomunaÞuríður Harpa bendir á að í frumvarpinu felast ekki aðgerðir til að tryggja öryrkjum mannsæmandi afkomu. „Það er gert ráð fyrir auknum framlögum vegna fjölgunar öryrkja, en ekki verið að ganga fram til að bæta afkomu þeirra sem núna þurfa að reiða sig á almannatryggingarnar,“ segir Þuríður.Forsprakkar ríkisstjórnarinnar kynntu nýja fjármálaáætlun í gær.visir/egillÞá bendir hún á að auk þess hafi lækkun á tekjuskattsprósentu lítið að segja fyrir fólk með lægstar tekjur. Það hefði miklu jákvæðari áhrif á þau sem verst eru sett í samfélaginu að hækka persónuafsláttinn. „Það væri aðgerð sem nýttist best þeim sem minnst hafa og líka auka jöfnuð, sem er hugtak sem forsætisráherra hefur notað oftar en ég hef tölu á.“Fólk hefur ekki efni á sjúklingagjöldumÖryrkjabandalag Íslands hefur í mörg ár barist hart fyrir því að óréttlátar krónu-á-móti-krónu skerðingar verði afnumdar. Gert er ráð fyrir að tekið verði á málinu í fjármálaáætlun, „en þetta þarf að gerast núna. Það er verið að halda fólki niðri, föstu í fátæktargildru, með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Þetta eru aðgerðir sem ekki þola bið,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir að viðbót í heilbrigðiskerfið, átak í geðheilbrigðismálum og viðleitni til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga séu jákvæðir þættir.Þuríður Harpa og hennar fólk hjá ÖBÍ rýnir nú í nýja fjárhagsáætlun og þeim líst ekki á það sem þar ber fyrir augu.visir/hanna„En ég spyr, þótt sjúklingagjöld verði lækkuð, hvað þýðir það fyrir fólk sem ekki hefur efni á þeim hvort eð er?“Skorar á þingmenn að standa við orð sínSamtal við stjórnvöld um breytingar á almannatryggingum sé framundan. „Þær viðræður sem við erum að fara í þurfa að vera raunhæfar. Við þurfum að gefa okkur góðan tíma til að móta nýtt kerfi sem verður öllum til heilla. Við þurfum hins vegar ekki að bíða eftir því samtali til að afnema óréttlátar skerðingar og tryggja fólki mannsæmandi afkomu. Það er hægt að gera það strax í dag.“ Fjármálaáætlunin fer nú til umfjöllunar í Alþingi. „Boltinn er hjá þingmönnum. Ég skora á þá að standa við yfirlýsingar sínar um aðgerðir gegn fátækt og fyrir réttlæti og því að fólk geti lifað hér með mannsæmandi hætti.“ Þuríður Harpa segir að Öryrkjabandalagið muni fara ítarlega yfir frumvarp til fjármálaáætlunar 2019-2023 og skila Alþingi umsögn um málið. Alþingi Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þuríður Harpa hjá ÖBÍ lýsir yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún segir hana ávísun á fátækt og eymd. „Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun halda við og búa til félagsleg vandamál, frekar en að færa fram lausnir. Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, um fyrstu viðbrögð bandalagsins við frumvarpi til fjármálaáætlunar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær.Þetta kemur fram í viðtali sem birtist á síðu Öryrkjabandalags Íslands en þar á bæ rýna menn í nýkynnta fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Og eru hóflega kátir – reyndar er réttara að tala um veruleg vonbrigði. Þau hjá ÖBÍ biðu í ofvæni í gær eftir fjármálaáætluninni og var talað um ögurstund.Engin merki um að bæta eigi afkomunaÞuríður Harpa bendir á að í frumvarpinu felast ekki aðgerðir til að tryggja öryrkjum mannsæmandi afkomu. „Það er gert ráð fyrir auknum framlögum vegna fjölgunar öryrkja, en ekki verið að ganga fram til að bæta afkomu þeirra sem núna þurfa að reiða sig á almannatryggingarnar,“ segir Þuríður.Forsprakkar ríkisstjórnarinnar kynntu nýja fjármálaáætlun í gær.visir/egillÞá bendir hún á að auk þess hafi lækkun á tekjuskattsprósentu lítið að segja fyrir fólk með lægstar tekjur. Það hefði miklu jákvæðari áhrif á þau sem verst eru sett í samfélaginu að hækka persónuafsláttinn. „Það væri aðgerð sem nýttist best þeim sem minnst hafa og líka auka jöfnuð, sem er hugtak sem forsætisráherra hefur notað oftar en ég hef tölu á.“Fólk hefur ekki efni á sjúklingagjöldumÖryrkjabandalag Íslands hefur í mörg ár barist hart fyrir því að óréttlátar krónu-á-móti-krónu skerðingar verði afnumdar. Gert er ráð fyrir að tekið verði á málinu í fjármálaáætlun, „en þetta þarf að gerast núna. Það er verið að halda fólki niðri, föstu í fátæktargildru, með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Þetta eru aðgerðir sem ekki þola bið,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir að viðbót í heilbrigðiskerfið, átak í geðheilbrigðismálum og viðleitni til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga séu jákvæðir þættir.Þuríður Harpa og hennar fólk hjá ÖBÍ rýnir nú í nýja fjárhagsáætlun og þeim líst ekki á það sem þar ber fyrir augu.visir/hanna„En ég spyr, þótt sjúklingagjöld verði lækkuð, hvað þýðir það fyrir fólk sem ekki hefur efni á þeim hvort eð er?“Skorar á þingmenn að standa við orð sínSamtal við stjórnvöld um breytingar á almannatryggingum sé framundan. „Þær viðræður sem við erum að fara í þurfa að vera raunhæfar. Við þurfum að gefa okkur góðan tíma til að móta nýtt kerfi sem verður öllum til heilla. Við þurfum hins vegar ekki að bíða eftir því samtali til að afnema óréttlátar skerðingar og tryggja fólki mannsæmandi afkomu. Það er hægt að gera það strax í dag.“ Fjármálaáætlunin fer nú til umfjöllunar í Alþingi. „Boltinn er hjá þingmönnum. Ég skora á þá að standa við yfirlýsingar sínar um aðgerðir gegn fátækt og fyrir réttlæti og því að fólk geti lifað hér með mannsæmandi hætti.“ Þuríður Harpa segir að Öryrkjabandalagið muni fara ítarlega yfir frumvarp til fjármálaáætlunar 2019-2023 og skila Alþingi umsögn um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34
Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00