168 milljónir í skaðabætur vegna umboðssvika við þyrlusölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 14:54 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira