Innlent

Ungur skíðamaður slasaðist í Bláfjöllum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dýnan umrædda er vinsæl meðal skíðaiðkenda í Bláfjöllum.
Dýnan umrædda er vinsæl meðal skíðaiðkenda í Bláfjöllum. Vísir
Ungur skíðaiðkandi slasaðist í Bláfjöllum í dag er honum mistókst að lenda á dýnu, sem sérstaklega er hönnuð til mjúkra lendinga.

Samkvæmt framburði sjónarvotts á svæðinu renndi hinn ungi skíðamaður sér niður brekkuna fyrir ofan dýnuna úr mikilli hæð. Hann hafi því komist á töluverðan hraða, sveif yfir dýnuna og lenti nokkuð harkalega á jörðinni.

Þá er hann sagður hafa verið fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að sjúkrabíll hefði verið sendur upp í Bláfjöll í dag en bjó ekki yfir frekari upplýsingum um málið.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, hafði ekki heyrt af atvikinu þegar Vísi náði tali af honum. Hann gerði því ráð fyrir að ekki hefði verið um alvarlegt slys að ræða en hann hefur sjálfur verið á vakt á svæðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×