Innlent

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá Flateyri.
Frá Flateyri. Vísir
Kennsla og starfsemi við nýjan skóla, Lýðháskólann á Flateyri, mun hefjast haustið 2018. Undirbúningur starfsins hefur staðið yfir seinustu tvö ár. Starfsemi skólans fyrsta árið verður að mestu leyti fjármagnað af styrkjum frá Ísafjarðarbæ. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Vinnumálastofnun og sveitarfélögum, ráðuneytum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Á félagsfundi sem haldin var á skírdag var samþykkt að auglýsa og kynna starfsemi skólans þann 15.apríl næstkomandi Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Flateyri og mun Helena þegar hefja störf.félag um stofnun lýðháskóla á flateyri
Lýðháskólinn á Flateyri mun vera samfélag kennara og nemenda sem býður fólki tækifæri til að mennta sig og þroskast í samstarfi við íbúa í bæjarfélaginu.

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski. Lögð verður áhersla á samveru, sjálfsskoðun, sjálfsrækt og lífsleikni. Helena Jónsdóttir sálfræðingur er framkvæmdastjóri skólans.


Tengdar fréttir

Helena til Lýðháskólans á Flateyri

Stjórn félags um stofnun Lýðháskóla á Flateyri hefur ráðið Helenu Jónsdóttur, sálfræðing, sem framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×