Aldrei fleiri skilið en í fyrra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2018 20:00 Á síðasta ári var metfjöldi lögskilnaða hér á landi samkvæmt tölum Þjóðskrár en á árinu voru 1.462 lögskilnaðir skráðir hjá stofnuninni. Þá var met slegið í skráningu hjúskapar í fyrra. Á síðasta ári gengu 21% fleiri í hjónaband en árið á undan samkvæmt tölum Þjóðskrár. Síðasti „toppur“ í skráningu hjúskapar var árið 2007. Í fyrra var líka metár þegar kom að skilnuðum þegar 1.462 lögskilnaðir voru skráðir og var það aukning um 57 frá árinu áður. En árið 2016 var einnig metár. Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók um skilnað og segir að meira þolgæði hafi einkennt fyrri kynslóðir. „Ég held að hér áður fyrr þá beit fólk bara á jaxlinn, bretti upp ermar og sagði við bara gerum þetta. Við stöndum saman í gegnum súrt og sætt. Eins og hjónabandið er, það er bæði súrt og sætt. Í dag hefur maður séð meira tilhneigingu fólks til að horfa bara á þetta sæta.” Á Facebook er hópur sem nefnist ertu að Skilja og skilur ekki neitt, þar sem fólk sem hefur skilið deilir reynslu og ráðum sín á milli. Kristborg Bóel Steindórsdóttir stofnandi hópsins sagði í samtali við fréttastofu að hún hafi eftir skilnað ákveðið að nýta sér reynslu sína til góðs og opna samfélagsumræðuna sem oft á tíðum sé þessum hóp ekki hliðholl. Guðný Halldórsdóttir segir það vera rétt, fólk sem missi maka fái samúð í samfélaginu en þeir sem skilji fái oft lítinn skilning. „Allar mínar rannsóknir bera að sama brunni, að sorgarferli þeirra sem missa maka sinn í dauða og þeirra sem skilja er oft mjög samhljóma. Hins vegar eru viðbrögð samfélagsins allt önnur eftir því um hvorn hópinn er að ræða. Því þegar maki deyr þá fær eftirlifandi mikla samúð frá samfélaginu. Það vantar hins vegar allt stuðningnet fyrir þá sem skilja.” Guðný vill búa til námskeið fyrir þá sem hyggjast skilja því það sé svo margt sem fólk þarf að huga að í ferlinu.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðnýju í heild sinni. Tengdar fréttir Gagnrýnir forræðishyggju í skilnaðarlögum Dæmi eru um að maki játi framhjáhald til að flýta fyrir skilnaði óháð því hvort það hafi átt sér stað. 7. ágúst 2015 07:00 Fráskildum meinað að mæta á hjónaball á Fáskrúðsfirði: „Algjör tímaskekkja“ að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu Hjónaballið svokallaða er stærsta skemmtun ársins á Fáskrúðsfirði eftir að þorrablót í bænum lögðust af. 13. janúar 2018 22:00 Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók til að styðja þá sem skilja í átt til betra lífs. Skilnaður þarf ekki að vera það versta sem kemur fyrir fólk. Fólk þarf að vanda sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. 22. október 2015 10:00 4.126 hjón hafa slitið samvistir Hjónum sem slitið hafa samvistir á pappírum hefur fjölgað um fjórðung síðan eftir hrun. Giftum hjónum hefur fjölgað um 2,5 prósent. Búferlaflutningar maka sennilegasta skýringin, en gift hjón verða að hafa sama lögheimili. Ráðherra vill endurskoða lög um lögheimili. 19. júní 2013 09:00 Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Á síðasta ári var metfjöldi lögskilnaða hér á landi samkvæmt tölum Þjóðskrár en á árinu voru 1.462 lögskilnaðir skráðir hjá stofnuninni. Þá var met slegið í skráningu hjúskapar í fyrra. Á síðasta ári gengu 21% fleiri í hjónaband en árið á undan samkvæmt tölum Þjóðskrár. Síðasti „toppur“ í skráningu hjúskapar var árið 2007. Í fyrra var líka metár þegar kom að skilnuðum þegar 1.462 lögskilnaðir voru skráðir og var það aukning um 57 frá árinu áður. En árið 2016 var einnig metár. Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók um skilnað og segir að meira þolgæði hafi einkennt fyrri kynslóðir. „Ég held að hér áður fyrr þá beit fólk bara á jaxlinn, bretti upp ermar og sagði við bara gerum þetta. Við stöndum saman í gegnum súrt og sætt. Eins og hjónabandið er, það er bæði súrt og sætt. Í dag hefur maður séð meira tilhneigingu fólks til að horfa bara á þetta sæta.” Á Facebook er hópur sem nefnist ertu að Skilja og skilur ekki neitt, þar sem fólk sem hefur skilið deilir reynslu og ráðum sín á milli. Kristborg Bóel Steindórsdóttir stofnandi hópsins sagði í samtali við fréttastofu að hún hafi eftir skilnað ákveðið að nýta sér reynslu sína til góðs og opna samfélagsumræðuna sem oft á tíðum sé þessum hóp ekki hliðholl. Guðný Halldórsdóttir segir það vera rétt, fólk sem missi maka fái samúð í samfélaginu en þeir sem skilji fái oft lítinn skilning. „Allar mínar rannsóknir bera að sama brunni, að sorgarferli þeirra sem missa maka sinn í dauða og þeirra sem skilja er oft mjög samhljóma. Hins vegar eru viðbrögð samfélagsins allt önnur eftir því um hvorn hópinn er að ræða. Því þegar maki deyr þá fær eftirlifandi mikla samúð frá samfélaginu. Það vantar hins vegar allt stuðningnet fyrir þá sem skilja.” Guðný vill búa til námskeið fyrir þá sem hyggjast skilja því það sé svo margt sem fólk þarf að huga að í ferlinu.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðnýju í heild sinni.
Tengdar fréttir Gagnrýnir forræðishyggju í skilnaðarlögum Dæmi eru um að maki játi framhjáhald til að flýta fyrir skilnaði óháð því hvort það hafi átt sér stað. 7. ágúst 2015 07:00 Fráskildum meinað að mæta á hjónaball á Fáskrúðsfirði: „Algjör tímaskekkja“ að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu Hjónaballið svokallaða er stærsta skemmtun ársins á Fáskrúðsfirði eftir að þorrablót í bænum lögðust af. 13. janúar 2018 22:00 Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók til að styðja þá sem skilja í átt til betra lífs. Skilnaður þarf ekki að vera það versta sem kemur fyrir fólk. Fólk þarf að vanda sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. 22. október 2015 10:00 4.126 hjón hafa slitið samvistir Hjónum sem slitið hafa samvistir á pappírum hefur fjölgað um fjórðung síðan eftir hrun. Giftum hjónum hefur fjölgað um 2,5 prósent. Búferlaflutningar maka sennilegasta skýringin, en gift hjón verða að hafa sama lögheimili. Ráðherra vill endurskoða lög um lögheimili. 19. júní 2013 09:00 Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Gagnrýnir forræðishyggju í skilnaðarlögum Dæmi eru um að maki játi framhjáhald til að flýta fyrir skilnaði óháð því hvort það hafi átt sér stað. 7. ágúst 2015 07:00
Fráskildum meinað að mæta á hjónaball á Fáskrúðsfirði: „Algjör tímaskekkja“ að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu Hjónaballið svokallaða er stærsta skemmtun ársins á Fáskrúðsfirði eftir að þorrablót í bænum lögðust af. 13. janúar 2018 22:00
Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók til að styðja þá sem skilja í átt til betra lífs. Skilnaður þarf ekki að vera það versta sem kemur fyrir fólk. Fólk þarf að vanda sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. 22. október 2015 10:00
4.126 hjón hafa slitið samvistir Hjónum sem slitið hafa samvistir á pappírum hefur fjölgað um fjórðung síðan eftir hrun. Giftum hjónum hefur fjölgað um 2,5 prósent. Búferlaflutningar maka sennilegasta skýringin, en gift hjón verða að hafa sama lögheimili. Ráðherra vill endurskoða lög um lögheimili. 19. júní 2013 09:00
Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu. 6. apríl 2017 06:00