Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. október 2015 10:00 Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, segir samfélagið viðurkenna sorg vegna andláts maka en ekki átta sig á sorg sem fylgir skilnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“ Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
„Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira