Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. vísir/auðunn Hjónin Stefán Þórarinsson og Aðalheiður Gunnarsdóttir fá ekki sameiginlega vistun á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri sökum þess hve Aðalheiður er heilsuhraust samkvæmt færni- og heilsumatsnefnd landlæknis. Hjónin hafa verið gift í rúm 65 ár. Stefán, sem er á 91. aldursári, hefur fengið inni á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Þau vilja hins vegar vilja verja síðustu æviárunum saman og Aðalheiður, sem er ári yngri, er talin of hraust. Eins og staðan er núna er afar erfitt fyrir þau að vera bæði heima sökum aldurs. Hjónin hafa alla sína tíð haldið gott heimili án utanaðkomandi aðstoðar svo heitið geti. „Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ segir Aðalheiður. „En vonandi venst þetta einhvern veginn og við finnum lausn.“ Aðalheiður er að mati heilsumatsnefndar of heilsuhraust en hins vegar sé það svo að daglegar annir eru erfiðar fyrir hana, svo sem að halda heimili, elda mat og ganga frá eftir eldamennsku, að ótöldum erfiðari heimilisverkum. „Bara að taka úr uppþvottavélinni og raða í skápa gerir það að verkum að ég er búin í bakinu á eftir,“ bætir Aðalheiður við. Aðalheiður segir lækna hafa sagt henni þegar matið fór fram að líklega myndi hún ekki fá vistunarmat en maðurinn hennar væri líklegri. „Ég hugsaði ekkert um það á þeim tíma. Ég hélt að við myndum ekki komast að fyrr en eftir mörg ár. Því kom það mjög flatt upp á okkur þegar við heyrðum að annað okkar gæti komist inn,“ segir Aðalheiður. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt að við þurfum eftir öll þessi ár að fara sitt á hvorn staðinn. Eins og staðan er núna má ég vera allan daginn með honum á Hlíð en síðan skilja leiðir að kvöldi.“ „Ég hef haft afspurn af þessu máli og mun skoða það og finna leiðir til aðstoðar. Það er engum greiði gerður með að hafa stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður öldrunarheimilisins Hlíðar. „Við leggjum ríka áherslu á tengsl íbúa og höfum sýnt það á síðustu árum að við hliðrum til svo að hjón geti eytt síðustu árum ævi sinnar saman. Ég get talið upp mýmörg dæmi þar sem við vinnum að því að leysa nákvæmlega svona mál sem upp koma.“ Halldór segir það mikilvægt að yfirvöld setji aldraða ekki í þá stöðu að fólk þurfi að skilja að borði og sæng síðustu æviárin. Öldrun sé ekki sjúkdómur heldur hluti af þroskaferli mannsins. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Aðstandendur hjónanna vilja koma því skýrt á framfæri að ekki sé við öldrunarheimilið að sakast. Allt starfsfólk stofnunarinnar hafi komið mjög vel fram við þau hjónin en þau hafa notið þjónustu dagvistunar á Hlíð um nokkurt skeið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Hjónin Stefán Þórarinsson og Aðalheiður Gunnarsdóttir fá ekki sameiginlega vistun á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri sökum þess hve Aðalheiður er heilsuhraust samkvæmt færni- og heilsumatsnefnd landlæknis. Hjónin hafa verið gift í rúm 65 ár. Stefán, sem er á 91. aldursári, hefur fengið inni á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Þau vilja hins vegar vilja verja síðustu æviárunum saman og Aðalheiður, sem er ári yngri, er talin of hraust. Eins og staðan er núna er afar erfitt fyrir þau að vera bæði heima sökum aldurs. Hjónin hafa alla sína tíð haldið gott heimili án utanaðkomandi aðstoðar svo heitið geti. „Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ segir Aðalheiður. „En vonandi venst þetta einhvern veginn og við finnum lausn.“ Aðalheiður er að mati heilsumatsnefndar of heilsuhraust en hins vegar sé það svo að daglegar annir eru erfiðar fyrir hana, svo sem að halda heimili, elda mat og ganga frá eftir eldamennsku, að ótöldum erfiðari heimilisverkum. „Bara að taka úr uppþvottavélinni og raða í skápa gerir það að verkum að ég er búin í bakinu á eftir,“ bætir Aðalheiður við. Aðalheiður segir lækna hafa sagt henni þegar matið fór fram að líklega myndi hún ekki fá vistunarmat en maðurinn hennar væri líklegri. „Ég hugsaði ekkert um það á þeim tíma. Ég hélt að við myndum ekki komast að fyrr en eftir mörg ár. Því kom það mjög flatt upp á okkur þegar við heyrðum að annað okkar gæti komist inn,“ segir Aðalheiður. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt að við þurfum eftir öll þessi ár að fara sitt á hvorn staðinn. Eins og staðan er núna má ég vera allan daginn með honum á Hlíð en síðan skilja leiðir að kvöldi.“ „Ég hef haft afspurn af þessu máli og mun skoða það og finna leiðir til aðstoðar. Það er engum greiði gerður með að hafa stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður öldrunarheimilisins Hlíðar. „Við leggjum ríka áherslu á tengsl íbúa og höfum sýnt það á síðustu árum að við hliðrum til svo að hjón geti eytt síðustu árum ævi sinnar saman. Ég get talið upp mýmörg dæmi þar sem við vinnum að því að leysa nákvæmlega svona mál sem upp koma.“ Halldór segir það mikilvægt að yfirvöld setji aldraða ekki í þá stöðu að fólk þurfi að skilja að borði og sæng síðustu æviárin. Öldrun sé ekki sjúkdómur heldur hluti af þroskaferli mannsins. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Aðstandendur hjónanna vilja koma því skýrt á framfæri að ekki sé við öldrunarheimilið að sakast. Allt starfsfólk stofnunarinnar hafi komið mjög vel fram við þau hjónin en þau hafa notið þjónustu dagvistunar á Hlíð um nokkurt skeið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira