Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. vísir/auðunn Hjónin Stefán Þórarinsson og Aðalheiður Gunnarsdóttir fá ekki sameiginlega vistun á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri sökum þess hve Aðalheiður er heilsuhraust samkvæmt færni- og heilsumatsnefnd landlæknis. Hjónin hafa verið gift í rúm 65 ár. Stefán, sem er á 91. aldursári, hefur fengið inni á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Þau vilja hins vegar vilja verja síðustu æviárunum saman og Aðalheiður, sem er ári yngri, er talin of hraust. Eins og staðan er núna er afar erfitt fyrir þau að vera bæði heima sökum aldurs. Hjónin hafa alla sína tíð haldið gott heimili án utanaðkomandi aðstoðar svo heitið geti. „Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ segir Aðalheiður. „En vonandi venst þetta einhvern veginn og við finnum lausn.“ Aðalheiður er að mati heilsumatsnefndar of heilsuhraust en hins vegar sé það svo að daglegar annir eru erfiðar fyrir hana, svo sem að halda heimili, elda mat og ganga frá eftir eldamennsku, að ótöldum erfiðari heimilisverkum. „Bara að taka úr uppþvottavélinni og raða í skápa gerir það að verkum að ég er búin í bakinu á eftir,“ bætir Aðalheiður við. Aðalheiður segir lækna hafa sagt henni þegar matið fór fram að líklega myndi hún ekki fá vistunarmat en maðurinn hennar væri líklegri. „Ég hugsaði ekkert um það á þeim tíma. Ég hélt að við myndum ekki komast að fyrr en eftir mörg ár. Því kom það mjög flatt upp á okkur þegar við heyrðum að annað okkar gæti komist inn,“ segir Aðalheiður. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt að við þurfum eftir öll þessi ár að fara sitt á hvorn staðinn. Eins og staðan er núna má ég vera allan daginn með honum á Hlíð en síðan skilja leiðir að kvöldi.“ „Ég hef haft afspurn af þessu máli og mun skoða það og finna leiðir til aðstoðar. Það er engum greiði gerður með að hafa stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður öldrunarheimilisins Hlíðar. „Við leggjum ríka áherslu á tengsl íbúa og höfum sýnt það á síðustu árum að við hliðrum til svo að hjón geti eytt síðustu árum ævi sinnar saman. Ég get talið upp mýmörg dæmi þar sem við vinnum að því að leysa nákvæmlega svona mál sem upp koma.“ Halldór segir það mikilvægt að yfirvöld setji aldraða ekki í þá stöðu að fólk þurfi að skilja að borði og sæng síðustu æviárin. Öldrun sé ekki sjúkdómur heldur hluti af þroskaferli mannsins. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Aðstandendur hjónanna vilja koma því skýrt á framfæri að ekki sé við öldrunarheimilið að sakast. Allt starfsfólk stofnunarinnar hafi komið mjög vel fram við þau hjónin en þau hafa notið þjónustu dagvistunar á Hlíð um nokkurt skeið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hjónin Stefán Þórarinsson og Aðalheiður Gunnarsdóttir fá ekki sameiginlega vistun á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri sökum þess hve Aðalheiður er heilsuhraust samkvæmt færni- og heilsumatsnefnd landlæknis. Hjónin hafa verið gift í rúm 65 ár. Stefán, sem er á 91. aldursári, hefur fengið inni á dvalarheimili aldraðra á Hlíð. Þau vilja hins vegar vilja verja síðustu æviárunum saman og Aðalheiður, sem er ári yngri, er talin of hraust. Eins og staðan er núna er afar erfitt fyrir þau að vera bæði heima sökum aldurs. Hjónin hafa alla sína tíð haldið gott heimili án utanaðkomandi aðstoðar svo heitið geti. „Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ segir Aðalheiður. „En vonandi venst þetta einhvern veginn og við finnum lausn.“ Aðalheiður er að mati heilsumatsnefndar of heilsuhraust en hins vegar sé það svo að daglegar annir eru erfiðar fyrir hana, svo sem að halda heimili, elda mat og ganga frá eftir eldamennsku, að ótöldum erfiðari heimilisverkum. „Bara að taka úr uppþvottavélinni og raða í skápa gerir það að verkum að ég er búin í bakinu á eftir,“ bætir Aðalheiður við. Aðalheiður segir lækna hafa sagt henni þegar matið fór fram að líklega myndi hún ekki fá vistunarmat en maðurinn hennar væri líklegri. „Ég hugsaði ekkert um það á þeim tíma. Ég hélt að við myndum ekki komast að fyrr en eftir mörg ár. Því kom það mjög flatt upp á okkur þegar við heyrðum að annað okkar gæti komist inn,“ segir Aðalheiður. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt að við þurfum eftir öll þessi ár að fara sitt á hvorn staðinn. Eins og staðan er núna má ég vera allan daginn með honum á Hlíð en síðan skilja leiðir að kvöldi.“ „Ég hef haft afspurn af þessu máli og mun skoða það og finna leiðir til aðstoðar. Það er engum greiði gerður með að hafa stöðuna eins og hún er í dag,“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður öldrunarheimilisins Hlíðar. „Við leggjum ríka áherslu á tengsl íbúa og höfum sýnt það á síðustu árum að við hliðrum til svo að hjón geti eytt síðustu árum ævi sinnar saman. Ég get talið upp mýmörg dæmi þar sem við vinnum að því að leysa nákvæmlega svona mál sem upp koma.“ Halldór segir það mikilvægt að yfirvöld setji aldraða ekki í þá stöðu að fólk þurfi að skilja að borði og sæng síðustu æviárin. Öldrun sé ekki sjúkdómur heldur hluti af þroskaferli mannsins. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Aðstandendur hjónanna vilja koma því skýrt á framfæri að ekki sé við öldrunarheimilið að sakast. Allt starfsfólk stofnunarinnar hafi komið mjög vel fram við þau hjónin en þau hafa notið þjónustu dagvistunar á Hlíð um nokkurt skeið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira