Innlent

Vill breytingar á vegalögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason Alþingi
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við grunnvegakerfi landsins.

Karl Gauti segist hafa lofað því í kosningabaráttunni í október síðastliðnum að frumvarpið yrði lagt fram. „Það ber einnig að athuga að frumvarpið mun ekki aðeins nýtast Vestmannaeyingum heldur einnig íbúum á öðrum byggðum eyjum við landið, það er að segja Grímsey, Hrísey og Flatey.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×