Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2018 12:15 Ákvörðunin um að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum var kynnt á sérstökum fundi utanríkismálanefndar í gær. Vísir Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd lýsa stuðningi sínum við þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum vegna efnavopnaárásar á Bretlandi. Þeir telja allir skynsamlegt að að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi eins og aðrar þjóðir hafa gert. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Ísland tæki þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury fyrr í þessum mánuði. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásinni. Íslensk stjórnvöld hafa frestað tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum um óákveðinn tíma. Því munu engir íslenskir ráðamenn fara á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Ísland er hins vegar eina landið á Norðurlöndunum sem vísar engum rússneskum erindrekum úr landi í tengslum við aðgerðirnar. Jón Steindór Valdimarsson, sem kom inn sem varamaður fyrir hönd Viðreisnar í stað Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær, segir alltaf spurning um hversu langt eða skammt eigi að ganga. Hann bendir á að Ísland sé sennilega með eitt minnsta sendiráðið í Rússlandi, að minnsta kosti af Norðurlöndunum. Þannig séu aðeins þrír starfsmenn í sendiráði Íslands en minnsta norræna sendiráðið telur fjórtán. Íslenska sendiráðið yrði óstarfhæft ef Rússar svöruðu með því að reka erindreka þaðan heim eins og þeir hafa gert í tilfelli annarra ríkja. „Ég held að við höfum gengið eins langt og skynsamlegt var í stöðunni. Við sýnum samstöðu, við leggjum okkar af mörkum en höfum auðvitað í huga hvaða afleiðingar það hefur. Ef við hefðum farið sömu leið og hinar þjóðirnar hefði það haft miklu meiri afleiðingar fyrir okkur en hin löndin,“ segir Jón Steindór.Jón Steindór Valdimarsson segir aðgerðir Ísland hafa sama táknræna gildið og annarra Norðurlanda þrátt fyrir að engum rússneskum erindreka verði vísað úr landi hér.Vísir/Anton BrinkAðrar þjóðir hafa skilning á aðstöðu Íslendinga Í sama streng tekur Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta er kannski dæmi um það að við erum með litla [utanríkis]þjónustu sem gerir þó mjög góða hluti að sjálfsögðu en ég held að það hafi samt allir skilning á því að Ísland getur oft og tíðum ekki gert það sama og aðrir,“ segir hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, gera sér grein fyrir að takmörk séu fyrir því hvað Íslendingar geti gert. Bresk stjórnvöld kunni að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld séu að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem einnig á sæti í utanríkismálanefnd, telur mikilvægt að Ísland hafi látið í sér heyra með því að taka þátt í aðgerðunum. Skoða verði aðgerðirnar í samhengi við stærðir ríkja. „Ef við værum að fara að senda einn í burtu og því yrði svarað þá myndi það hafa miklu stærri afleiðingar fyrir okkur. Ég tel þetta svona sem fyrsta skref vera skynsamlegt,“ segir hann.Gunnar Bragi var utanríkisráðherra þegar refsiaðgerðir voru lagðar á Rússa vegna innlimunar Krímskaga. Sætti hann stundum harðri gagnrýni fyrir að standa með aðgerðunum.Vísir/StefánRússar óútreiknanlegir Þegar Íslendingar tóku þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum eftir innlimun þeirra á Krímskaga í Úkraínu árið 2014 voru nokkrar gagnrýnisraddir á lofti innanlands og þrýstingur á Gunnar Braga, þáverandi utanríkisráðherra, um að taka ekki þátt í þeim. Hann segist ekki hafa orðið var við slíkan þrýsting nú. Einhverjar áhyggjur hafi hann þó heyrt sem lúti að því hver viðbrögð Rússa verði. Þær áhyggjur telur hann eðlilegar. „Við höfum alveg séð að þessir ágætu samstarfsfélagar okkar til magra ára, Rússar, eru óútreiknanlegir þessa stundina,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir „Ísland er mjög, mjög smátt“ Fréttakonan Rachel Maddow varði miklum tíma í þætti sínum í gær að ræða um Ísland og landslið okkar í fótbolta. 27. mars 2018 09:42 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd lýsa stuðningi sínum við þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum vegna efnavopnaárásar á Bretlandi. Þeir telja allir skynsamlegt að að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi eins og aðrar þjóðir hafa gert. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Ísland tæki þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury fyrr í þessum mánuði. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásinni. Íslensk stjórnvöld hafa frestað tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum um óákveðinn tíma. Því munu engir íslenskir ráðamenn fara á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Ísland er hins vegar eina landið á Norðurlöndunum sem vísar engum rússneskum erindrekum úr landi í tengslum við aðgerðirnar. Jón Steindór Valdimarsson, sem kom inn sem varamaður fyrir hönd Viðreisnar í stað Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær, segir alltaf spurning um hversu langt eða skammt eigi að ganga. Hann bendir á að Ísland sé sennilega með eitt minnsta sendiráðið í Rússlandi, að minnsta kosti af Norðurlöndunum. Þannig séu aðeins þrír starfsmenn í sendiráði Íslands en minnsta norræna sendiráðið telur fjórtán. Íslenska sendiráðið yrði óstarfhæft ef Rússar svöruðu með því að reka erindreka þaðan heim eins og þeir hafa gert í tilfelli annarra ríkja. „Ég held að við höfum gengið eins langt og skynsamlegt var í stöðunni. Við sýnum samstöðu, við leggjum okkar af mörkum en höfum auðvitað í huga hvaða afleiðingar það hefur. Ef við hefðum farið sömu leið og hinar þjóðirnar hefði það haft miklu meiri afleiðingar fyrir okkur en hin löndin,“ segir Jón Steindór.Jón Steindór Valdimarsson segir aðgerðir Ísland hafa sama táknræna gildið og annarra Norðurlanda þrátt fyrir að engum rússneskum erindreka verði vísað úr landi hér.Vísir/Anton BrinkAðrar þjóðir hafa skilning á aðstöðu Íslendinga Í sama streng tekur Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Þetta er kannski dæmi um það að við erum með litla [utanríkis]þjónustu sem gerir þó mjög góða hluti að sjálfsögðu en ég held að það hafi samt allir skilning á því að Ísland getur oft og tíðum ekki gert það sama og aðrir,“ segir hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, gera sér grein fyrir að takmörk séu fyrir því hvað Íslendingar geti gert. Bresk stjórnvöld kunni að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld séu að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem einnig á sæti í utanríkismálanefnd, telur mikilvægt að Ísland hafi látið í sér heyra með því að taka þátt í aðgerðunum. Skoða verði aðgerðirnar í samhengi við stærðir ríkja. „Ef við værum að fara að senda einn í burtu og því yrði svarað þá myndi það hafa miklu stærri afleiðingar fyrir okkur. Ég tel þetta svona sem fyrsta skref vera skynsamlegt,“ segir hann.Gunnar Bragi var utanríkisráðherra þegar refsiaðgerðir voru lagðar á Rússa vegna innlimunar Krímskaga. Sætti hann stundum harðri gagnrýni fyrir að standa með aðgerðunum.Vísir/StefánRússar óútreiknanlegir Þegar Íslendingar tóku þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum eftir innlimun þeirra á Krímskaga í Úkraínu árið 2014 voru nokkrar gagnrýnisraddir á lofti innanlands og þrýstingur á Gunnar Braga, þáverandi utanríkisráðherra, um að taka ekki þátt í þeim. Hann segist ekki hafa orðið var við slíkan þrýsting nú. Einhverjar áhyggjur hafi hann þó heyrt sem lúti að því hver viðbrögð Rússa verði. Þær áhyggjur telur hann eðlilegar. „Við höfum alveg séð að þessir ágætu samstarfsfélagar okkar til magra ára, Rússar, eru óútreiknanlegir þessa stundina,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir „Ísland er mjög, mjög smátt“ Fréttakonan Rachel Maddow varði miklum tíma í þætti sínum í gær að ræða um Ísland og landslið okkar í fótbolta. 27. mars 2018 09:42 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Ísland er mjög, mjög smátt“ Fréttakonan Rachel Maddow varði miklum tíma í þætti sínum í gær að ræða um Ísland og landslið okkar í fótbolta. 27. mars 2018 09:42
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels