Allt að helmingur sambanda hér á landi endar með skilnaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2018 18:43 Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“ Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“
Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00