Innlent

Bein útsending: Vændi og mansal rætt í borgarstjórn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur Vísir/GVA

Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar er haldinn í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður sérstaklega fjallað um vændi og mansal.

Ofbeldisvarnarnefnd er vettvangur samráðs borgarfulltrúa og sérfræðinga á sviði ofbeldisvarna og er virkur þáttakandi í stefnumörkun borgarinnar um málaflokkinn.

Dagskrá fundarins:

1. Ávarp borgarstjóra og formanns ofbeldisvarnarnefndar Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir. 
2. Vændi, mansal og nektarstaðir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
3. Aðstoð í Bjarkarhlíð við fólk í vændi Ragna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. 
4. Skipulögð brotastarfsemi. Tengsl vændis og mansals Heiða Björk Vignisdóttir lögmaður. 
5. Umræður borgarfulltrúa og fundargesta

Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.