Krafðist þess að hundurinn yrði settur í farangurshólfið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:54 Flugþjónninn bað eiganda hundsins að koma honum fyrir í farangurshólfinu fyrir ofan sætin. Vísir/Getty Flugfélagið United Airlines segist bera fulla ábyrgð á því að hundur farþega hafi drepist í einni af vélum félagsins. Flugþjónn í vélinni er sagður hafa krafist þess að taskan sem hundurinn var geymdur í yrði sett í farangurshólfið fyrir ofan sæti farþegans, þar sem hundurinn svo kafnaði. „Þetta er sorglegt atvik sem aldrei hafði átt að eiga sér stað,“ segir í tilkynningu félagsins. Vitni um borð í vélinni, sem flaug frá Houston til New York á mánudaginn, segja að flugþjónninn hafi ítrekað beðið farþegann að koma töskunni sinni fyrir í hólfinu - þrátt fyrir mótmæli farþegans sem tjáði honum að hundurinn væri í henni. Flugþjónninn segist þó í tilkynningu flugfélagsins ekki hafa haft hugmynd um að franski bolabíturinn væri í töskunni. Þegar á áfangastað var komið var hundurinn dauður og segja vitni að eigandi hans hafi hágrátið þegar hún opnaði loks farangurshólfið. Þrátt fyrir að farangurshólf séu ekki fullkomlega loftþétt er súrefnisskortur þó talinn hafa dregið hundinn til dauða. United Airlines segist ætla að hefja rannsókn á málinu. Samkvæmt reglum flugfélagsins eiga dýr að vera geymd í búrum sem komið er fyrir undir sætinu á meðan á flugi stendur. Framganga flugþjónsins á mánudag er því sögð hafa brotið í bága við þær reglur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort flugþjónninn haldi starfi sínu.I want to help this woman and her daughter. They lost their dog because of an @united flight attendant. My heart is broken. pic.twitter.com/mjXYAhxsAq— MaggieGremminger (@MaggieGrem) March 13, 2018 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Flugfélagið United Airlines segist bera fulla ábyrgð á því að hundur farþega hafi drepist í einni af vélum félagsins. Flugþjónn í vélinni er sagður hafa krafist þess að taskan sem hundurinn var geymdur í yrði sett í farangurshólfið fyrir ofan sæti farþegans, þar sem hundurinn svo kafnaði. „Þetta er sorglegt atvik sem aldrei hafði átt að eiga sér stað,“ segir í tilkynningu félagsins. Vitni um borð í vélinni, sem flaug frá Houston til New York á mánudaginn, segja að flugþjónninn hafi ítrekað beðið farþegann að koma töskunni sinni fyrir í hólfinu - þrátt fyrir mótmæli farþegans sem tjáði honum að hundurinn væri í henni. Flugþjónninn segist þó í tilkynningu flugfélagsins ekki hafa haft hugmynd um að franski bolabíturinn væri í töskunni. Þegar á áfangastað var komið var hundurinn dauður og segja vitni að eigandi hans hafi hágrátið þegar hún opnaði loks farangurshólfið. Þrátt fyrir að farangurshólf séu ekki fullkomlega loftþétt er súrefnisskortur þó talinn hafa dregið hundinn til dauða. United Airlines segist ætla að hefja rannsókn á málinu. Samkvæmt reglum flugfélagsins eiga dýr að vera geymd í búrum sem komið er fyrir undir sætinu á meðan á flugi stendur. Framganga flugþjónsins á mánudag er því sögð hafa brotið í bága við þær reglur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort flugþjónninn haldi starfi sínu.I want to help this woman and her daughter. They lost their dog because of an @united flight attendant. My heart is broken. pic.twitter.com/mjXYAhxsAq— MaggieGremminger (@MaggieGrem) March 13, 2018
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira