Segir Íslendinga stunda þjóðarmorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 11:15 Töluverð umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar CBS á síðasta ári. Vísir/Getty „Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið. Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
„Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið.
Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57