Samskiptastjóri segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram um „Veggjatítluhúsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 17:46 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Vísir/Ernir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur sent yfirlýsingu á fjölmiðla vegna frétta tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Einar segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram í fréttum síðustu vikna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurstræti 36 í Hafnarfirði, og nú síðast í dag. Húsið sem um ræðir hefur fengið nafnið „Veggjatítluhúsið“ í umfjöllun Fréttablaðsins en það er í eigu hjóna sem hafa barist fyrir því að fá húsið rifið til að geta byggt nýtt steinhús í stað bárujárnshúss. Í dag var fjallað um húsið á vef Morgunblaðsins en þar kvartaði annar af eigendum hússins undan seinagangi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði vegna málsins og taldi nokkur ár í að þau gætu hafist handa við að byggja nýtt hús.Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.VísirÍ yfirlýsingu sem Einar Bárðarson sendir fjölmiðlum segir hann bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. „Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi,“ segir Einar í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni fer Einar yfir upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu þess. Þar segir meðal annars að það sé rangt að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, götumynd Austurgötunnar friðuð sem þýðir að niðurrif er ekki heimilað nema í undantekningartilfellum og að málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög og reglur.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa.Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda. Tengdar fréttir Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00 Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00 Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur sent yfirlýsingu á fjölmiðla vegna frétta tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Einar segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram í fréttum síðustu vikna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurstræti 36 í Hafnarfirði, og nú síðast í dag. Húsið sem um ræðir hefur fengið nafnið „Veggjatítluhúsið“ í umfjöllun Fréttablaðsins en það er í eigu hjóna sem hafa barist fyrir því að fá húsið rifið til að geta byggt nýtt steinhús í stað bárujárnshúss. Í dag var fjallað um húsið á vef Morgunblaðsins en þar kvartaði annar af eigendum hússins undan seinagangi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði vegna málsins og taldi nokkur ár í að þau gætu hafist handa við að byggja nýtt hús.Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.VísirÍ yfirlýsingu sem Einar Bárðarson sendir fjölmiðlum segir hann bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. „Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi,“ segir Einar í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni fer Einar yfir upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu þess. Þar segir meðal annars að það sé rangt að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, götumynd Austurgötunnar friðuð sem þýðir að niðurrif er ekki heimilað nema í undantekningartilfellum og að málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög og reglur.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa.Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda.
Tengdar fréttir Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00 Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00 Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00
Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00