Samskiptastjóri segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram um „Veggjatítluhúsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 17:46 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Vísir/Ernir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur sent yfirlýsingu á fjölmiðla vegna frétta tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Einar segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram í fréttum síðustu vikna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurstræti 36 í Hafnarfirði, og nú síðast í dag. Húsið sem um ræðir hefur fengið nafnið „Veggjatítluhúsið“ í umfjöllun Fréttablaðsins en það er í eigu hjóna sem hafa barist fyrir því að fá húsið rifið til að geta byggt nýtt steinhús í stað bárujárnshúss. Í dag var fjallað um húsið á vef Morgunblaðsins en þar kvartaði annar af eigendum hússins undan seinagangi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði vegna málsins og taldi nokkur ár í að þau gætu hafist handa við að byggja nýtt hús.Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.VísirÍ yfirlýsingu sem Einar Bárðarson sendir fjölmiðlum segir hann bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. „Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi,“ segir Einar í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni fer Einar yfir upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu þess. Þar segir meðal annars að það sé rangt að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, götumynd Austurgötunnar friðuð sem þýðir að niðurrif er ekki heimilað nema í undantekningartilfellum og að málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög og reglur.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa.Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda. Tengdar fréttir Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00 Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00 Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur sent yfirlýsingu á fjölmiðla vegna frétta tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Einar segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram í fréttum síðustu vikna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurstræti 36 í Hafnarfirði, og nú síðast í dag. Húsið sem um ræðir hefur fengið nafnið „Veggjatítluhúsið“ í umfjöllun Fréttablaðsins en það er í eigu hjóna sem hafa barist fyrir því að fá húsið rifið til að geta byggt nýtt steinhús í stað bárujárnshúss. Í dag var fjallað um húsið á vef Morgunblaðsins en þar kvartaði annar af eigendum hússins undan seinagangi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði vegna málsins og taldi nokkur ár í að þau gætu hafist handa við að byggja nýtt hús.Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.VísirÍ yfirlýsingu sem Einar Bárðarson sendir fjölmiðlum segir hann bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. „Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi,“ segir Einar í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni fer Einar yfir upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu þess. Þar segir meðal annars að það sé rangt að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, götumynd Austurgötunnar friðuð sem þýðir að niðurrif er ekki heimilað nema í undantekningartilfellum og að málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög og reglur.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa.Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda.
Tengdar fréttir Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00 Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00 Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. 22. febrúar 2018 08:00
Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi Eigandi Austurgötu 36 segist ekki vilaj standa í pólitískum leik. 23. febrúar 2018 06:00
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00