Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:36 Að sögn lögreglu á svæðinu eru nokkrir látnir. Vísir/AFP Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018
Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira