Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:36 Að sögn lögreglu á svæðinu eru nokkrir látnir. Vísir/AFP Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í dag. Að sögn lögreglu á svæðinu eru einhverjir látnir en brúin, sem liggur milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, er nýreist. Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut, en enn átti eftir að taka hana í notkun. Eins og áður sagði er brúin staðsett á lóð Alþjóðaháskólans í Flórída og segir í tilkynningu frá skólanum að viðbragðsaðilar vinni nú björgunarstarf á vettvangi. „Við erum harmi slegin vegna hinna hörmulega atburða sem áttu sér stað við FIU-Sweetwater-göngubrúna,” segir enn fremur í tilkynningu. Vitni að hamförunum sagði í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina að „hryllleg“ öskur heyrðust úr bílum sem væru fastir undir brúnni sem er talin vega um 950 tonn. Um er að ræða a.m.k. fimm ökutæki. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Sarah Sanders, hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi verið gert viðvart um slysið. Þá er ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, einnig meðvitaður um það og mun leggja leið sína til Miami innan skamms.I have spoken with Miami-Dade County Police Chief Juan Perez about the pedestrian bridge collapse at FIU. I will be in constant communication with law enforcement throughout the day.— Rick Scott (@FLGovScott) March 15, 2018 Gert var ráð fyrir að brúin yrði tilbúin árið 2019 en hún liggur yfir umferðarþunga götu. Í frétt BBC kemur fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.Fréttin hefur verið uppfærð.Family and friends of the injured or killed are being gathered inside an unknown classroom at @FIU where they'll meet with police chaplains. @MiamiHerald pic.twitter.com/AO3Cg3rXDu— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018 Police sources telling me “possibly 5 dead so far.” On scene: Miami-Dade, Doral, Sweetwater and state police. Chaplains are in route. @MiamiHerald pic.twitter.com/2qngfMwVjB— Monique O. Madan (@MoniqueOMadan) March 15, 2018
Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira