Enn ekki ljóst hversu margir létust Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 23:46 Viðbragðsaðilar njóta aðstoðar leitarhunda við björgunaraðgerðir á slysstað. Vísir/AFP Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést. Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.
Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36