Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2018 21:00 Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira