„Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:55 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira