„Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:55 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira