„Við viljum sjá konur í flugvirkjun“ Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2018 21:45 Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, í flugskýli skólans á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12