Snýst um að hreyfa við fólki Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 06:00 Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir og breski leikarinn Ben Kingsley fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni An Ordinary Man. Sú mynd er opnunarmynd Stockfish-hátíðarinnar sem hefst í dag. Vísir/getty Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst í dag og opnunarmyndin er An Ordinary Man. Leikkonan Hera Hilmars fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni ásamt breska leikaranum Ben Kingsley og þau verða viðstödd opnun hátíðarinnar. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar verða líka með í för. Spurð út í opnunarmynd Stockfish, kvikmyndina An Ordinary man, segir Hera Hilmarsdóttir, aðalleikkona myndarinnar: „Myndin var öll tekin upp í Serbíu. Sagan fjallar í grófum dráttum um þekktan stríðsglæpamann sem er í felum og unga konu sem birtist einn daginn á felustað hans. Hann þvingar hana til að vinna fyrir sig sem húshjálp. Myndin gerist í samtíma okkar en vísar til þeirra atburða sem gerðust í Júgóslavíustríðinu. Á þessum nokkrum einangruðu dögum, sem við fylgjumst með í myndinni, sjáum við konuna krefja karlmanninn um svör um gjörðir hans gegn fólkinu þeirra. Skyggnst er inn í þann lúmska karllæga heim sem margrar konur upplifa, bæði í einkalífi og starfi, og hvernig þær þurfa að taka hlutunum með reisn hvern einasta dag svo þær haldi mætti, eða einfaldlega lífi sínu.“ Hera, sem leikur á móti breska leikaranum Ben Kingsley í myndinni, lýsir henni sem frekar pólitískri og einnig fallegri. „Myndin er í grunninn falleg saga tveggja manneskja sem leitast við að skilja hegðun hvort annars. Við höfum fengið virkilega sterk viðbrögð við myndinni frá fólki alls staðar að. Það er náttúrulega það sem þetta snýst allt um, að segja fólki sögur og hreyfa við því á einhvern hátt,“ segir Hera sem vann til verðlauna sem „besta leikkonan“ á Bi&fest kvikmyndahátíðinni í Bari á Ítalíu fyrir hlutverk sitt í myndinni.Veggspjald myndarinnar An Ordinary ManStressandi að sýna myndina á Íslandi Spurð út í hvernig hafi verið að horfa á myndina í fullri lengd eftir vinnutörn og tökur í Serbíu segir Hera það hafa verið svolítið stressandi. „Það var smá taugatrekkjandi en líka spennandi og gaman. Það voru fáir á setti við gerð myndarinnar og allir nánir. Þannig að þegar við horfðum á hana fyrst, við Ben og nokkrir af okkar nánustu, þá var upplifunin álíka. Svo kemur náttúrulega að því að fylgja myndinni áfram út um allan heim og þá fyrst verður tilfinningin önnur. En það hefur verið virkilega gaman að fylgja henni eftir og viðbrögðin hafa verið sterk. En ég held að það sé alltaf langmest ógnvekjandi að taka svona verkefni til heimalands síns og sýna sínu fólki. Af augljósum ástæðum. En það er líka mest gefandi,“ segir Hera sem ætlar að taka sér tíma til að hitta fjölskyldu og vini heima á Íslandi inn á milli verkefna í kringum Stockfish-hátíðina. „Prógrammið í kringum hátíðina er alls ekkert stíft, nokkur viðtöl hér og þar og svo bara sýningar, Q&A og þess háttar. Ég mun taka frá tíma til að hitta fjölskylduna og vini, algjörlega. Svo þarf náttúrulega að sýna Brad Silberling, leikstjóra myndarinnar, og Rick Dugdale, framleiðanda, landið okkar aðeins. Við skellum okkur örugglega í góðan bíltúr, ég heyrði líka af þyrluferð sem á að bjóða okkur í og það verður líklegast rosalegt.“„Frábært“ að vinna með Peter Jackson Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Heru. Hún er meðal annars að leika í myndinni Mortal Engines sem framleidd er af Peter Jackson. „Ég má nú ekki segja mikið um það verkefni. Í bili allavega. En myndin er byggð á bókinni Mortal Engines eftir Philip Reeve og ég leik þar aðalsöguhetjuna, Hester Shaw. Það er eiginlega það eina sem ég get sagt í bili,“ segir Hera dularfull. Verið er að leggja lokahönd á Mortal Engines sem tekin er upp í Nýja-Sjálandi og það er því nóg að gera hjá Heru. „Eins og stendur þá hoppa ég á milli Nýja-Sjálands og Evrópu.“ Hún bætir við að það sé búið að vera afar ánægjulegt að vinna með Peter Jackson. „Það er algjörlega frábært. Hann er yndislegur maður og jarðbundinn en augljóslega líka frábær kvikmyndagerðarmaður með endalaust ímyndunarafl. Þetta er bara búin að vera æðisleg og ómetanleg reynsla, að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst í dag og opnunarmyndin er An Ordinary Man. Leikkonan Hera Hilmars fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni ásamt breska leikaranum Ben Kingsley og þau verða viðstödd opnun hátíðarinnar. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar verða líka með í för. Spurð út í opnunarmynd Stockfish, kvikmyndina An Ordinary man, segir Hera Hilmarsdóttir, aðalleikkona myndarinnar: „Myndin var öll tekin upp í Serbíu. Sagan fjallar í grófum dráttum um þekktan stríðsglæpamann sem er í felum og unga konu sem birtist einn daginn á felustað hans. Hann þvingar hana til að vinna fyrir sig sem húshjálp. Myndin gerist í samtíma okkar en vísar til þeirra atburða sem gerðust í Júgóslavíustríðinu. Á þessum nokkrum einangruðu dögum, sem við fylgjumst með í myndinni, sjáum við konuna krefja karlmanninn um svör um gjörðir hans gegn fólkinu þeirra. Skyggnst er inn í þann lúmska karllæga heim sem margrar konur upplifa, bæði í einkalífi og starfi, og hvernig þær þurfa að taka hlutunum með reisn hvern einasta dag svo þær haldi mætti, eða einfaldlega lífi sínu.“ Hera, sem leikur á móti breska leikaranum Ben Kingsley í myndinni, lýsir henni sem frekar pólitískri og einnig fallegri. „Myndin er í grunninn falleg saga tveggja manneskja sem leitast við að skilja hegðun hvort annars. Við höfum fengið virkilega sterk viðbrögð við myndinni frá fólki alls staðar að. Það er náttúrulega það sem þetta snýst allt um, að segja fólki sögur og hreyfa við því á einhvern hátt,“ segir Hera sem vann til verðlauna sem „besta leikkonan“ á Bi&fest kvikmyndahátíðinni í Bari á Ítalíu fyrir hlutverk sitt í myndinni.Veggspjald myndarinnar An Ordinary ManStressandi að sýna myndina á Íslandi Spurð út í hvernig hafi verið að horfa á myndina í fullri lengd eftir vinnutörn og tökur í Serbíu segir Hera það hafa verið svolítið stressandi. „Það var smá taugatrekkjandi en líka spennandi og gaman. Það voru fáir á setti við gerð myndarinnar og allir nánir. Þannig að þegar við horfðum á hana fyrst, við Ben og nokkrir af okkar nánustu, þá var upplifunin álíka. Svo kemur náttúrulega að því að fylgja myndinni áfram út um allan heim og þá fyrst verður tilfinningin önnur. En það hefur verið virkilega gaman að fylgja henni eftir og viðbrögðin hafa verið sterk. En ég held að það sé alltaf langmest ógnvekjandi að taka svona verkefni til heimalands síns og sýna sínu fólki. Af augljósum ástæðum. En það er líka mest gefandi,“ segir Hera sem ætlar að taka sér tíma til að hitta fjölskyldu og vini heima á Íslandi inn á milli verkefna í kringum Stockfish-hátíðina. „Prógrammið í kringum hátíðina er alls ekkert stíft, nokkur viðtöl hér og þar og svo bara sýningar, Q&A og þess háttar. Ég mun taka frá tíma til að hitta fjölskylduna og vini, algjörlega. Svo þarf náttúrulega að sýna Brad Silberling, leikstjóra myndarinnar, og Rick Dugdale, framleiðanda, landið okkar aðeins. Við skellum okkur örugglega í góðan bíltúr, ég heyrði líka af þyrluferð sem á að bjóða okkur í og það verður líklegast rosalegt.“„Frábært“ að vinna með Peter Jackson Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Heru. Hún er meðal annars að leika í myndinni Mortal Engines sem framleidd er af Peter Jackson. „Ég má nú ekki segja mikið um það verkefni. Í bili allavega. En myndin er byggð á bókinni Mortal Engines eftir Philip Reeve og ég leik þar aðalsöguhetjuna, Hester Shaw. Það er eiginlega það eina sem ég get sagt í bili,“ segir Hera dularfull. Verið er að leggja lokahönd á Mortal Engines sem tekin er upp í Nýja-Sjálandi og það er því nóg að gera hjá Heru. „Eins og stendur þá hoppa ég á milli Nýja-Sjálands og Evrópu.“ Hún bætir við að það sé búið að vera afar ánægjulegt að vinna með Peter Jackson. „Það er algjörlega frábært. Hann er yndislegur maður og jarðbundinn en augljóslega líka frábær kvikmyndagerðarmaður með endalaust ímyndunarafl. Þetta er bara búin að vera æðisleg og ómetanleg reynsla, að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira