Innlent

Stefán Kristjánsson látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefán Kristjánsson sést hér í hraðskákeinvígi í Kringlunni árið 2012.
Stefán Kristjánsson sést hér í hraðskákeinvígi í Kringlunni árið 2012. vísir/anton brink

Stefán Kristjánsson stórmeistari í skák lést þann 28. febrúar síðastliðinn, 35 ára að aldri. Fyrst var greint frá andláti hans á vef RÚV.

Stefán fæddist þann 8. desember 1982. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2002 og árið 2011 varð hann stórmeistari í skák.

Þá var Stefán um tíma fastamaður í landsliði Íslands og tefldi níu sinnum fyrir hönd Íslands á árunum 2000 til 2008. Keppti hann fimm sinnum á Ólympíuskákmóti og fjórum sinnum á Evrópumóti landsliða að því er fram kemur á vef Skákfrétta.

Stefán lætur eftir sig einn son.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.