Fjölmörg ný íbúðarhús á Húsavík með tilkomu kísilversins á Bakka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 20:01 Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13