Staða forstöðumanns ekki laus vegna mistaka fyrir ellefu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 07:15 Kristján Þór Júlíusson var menntamálaráðherra áður en Lilja Alfreðsdóttir tók við. Ef auglýsa hefði átt stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar, þá hefði þurft að gera það á meðan Kristján var ráðherra. Vísir/Ernir Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira