Færð enga hjálparkúta í djúpu lauginni Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. mars 2018 08:30 Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Vísir/EPA Fótbolti Íslenska kvennalandsliðið var fimm mínútum frá því að ná í gott jafntefli gegn Japan á Algarve-mótinu en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap. Stelpurnar okkar náðu að jafna metin korteri fyrir leikslok og var jafnræði með liðunum þegar Japan komst aftur yfir með skallamarki stuttu fyrir leikslok eftir slakan varnarleik hjá íslenska liðinu.Vantaði hugrekki framan af Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn. Vildi hann gefa yngri leikmönnum tækifæri til að ýta við eldri leikmönnum og auka breiddina. Honum fannst vanta kjark í spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við gerðum tíu breytingar til að dreifa álaginu en líka til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri. Eitt af markmiðum okkar er að gefa tækifæri og auka breiddina en á sama tíma skapa samkeppni um byrjunarliðssætin. Til þess að sanna þig á efsta stigi verður þú að fá tækifæri og vera óhrædd. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta hugrekki og frumkvæði hjá stelpunum. Það virtist vera smá sviðsskrekkur í þeim.“Færð enga kúta á þessu stigi Freyr vonast til þess að yngri leikmenn liðsins nýti sér reynsluna sem fæst af því að spila gegn bestu liðum heims þótt þetta sé aðeins æfingamót. Stærri verkefni bíði handan hornsins. „Leikmenn mega gera mistök hér en lykillinn er hvort þú lærir af þeim, á þessu stigi er þetta bara eins og að hoppa út í djúpu laugina. Þú verður að geta synt og færð enga kúta til að bjarga þér. Eftir þetta verða þær að verða tilbúnari þegar komið er að keppnisleikjum,“ sagði Freyr sem var ekki ánægður með varnarleikinn í báðum mörkunum. „Það eru mistök alls staðar á vellinum í fyrsta markinu, það var lélegur varnarleikur frá fremsta manni alveg aftur til Guðbjargar í markinu. Svo í seinna markinu er þetta bara klaufagangur hjá okkur, við getum ekki leyft okkur að klúðra svona hlut gegn jafn sterkum mótherja,“ sagði Freyr svekktur.Þorðum loksins að líta upp Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Hann sagði leikmennina loksins hafa farið eftir fyrirmælum sem gefin voru fyrir leik. „Við áttum að gera betur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við fórum að gera það sem við lögðum upp með fyrir leik, loka á miðjuna og reyna að ýta þeim út á kantana. Fara í návígi af krafti en ekki af hálfum hug. Sóknarlega fórum við að líta upp og reyna að finna plássið í staðinn fyrir að hreinsa blint upp völlinn. Eftir að við jöfnum metin finnst mér leikurinn jafn þar til þær skora þetta mark sem reyndist sigurmarkið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Fótbolti Íslenska kvennalandsliðið var fimm mínútum frá því að ná í gott jafntefli gegn Japan á Algarve-mótinu en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap. Stelpurnar okkar náðu að jafna metin korteri fyrir leikslok og var jafnræði með liðunum þegar Japan komst aftur yfir með skallamarki stuttu fyrir leikslok eftir slakan varnarleik hjá íslenska liðinu.Vantaði hugrekki framan af Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn. Vildi hann gefa yngri leikmönnum tækifæri til að ýta við eldri leikmönnum og auka breiddina. Honum fannst vanta kjark í spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við gerðum tíu breytingar til að dreifa álaginu en líka til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri. Eitt af markmiðum okkar er að gefa tækifæri og auka breiddina en á sama tíma skapa samkeppni um byrjunarliðssætin. Til þess að sanna þig á efsta stigi verður þú að fá tækifæri og vera óhrædd. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta hugrekki og frumkvæði hjá stelpunum. Það virtist vera smá sviðsskrekkur í þeim.“Færð enga kúta á þessu stigi Freyr vonast til þess að yngri leikmenn liðsins nýti sér reynsluna sem fæst af því að spila gegn bestu liðum heims þótt þetta sé aðeins æfingamót. Stærri verkefni bíði handan hornsins. „Leikmenn mega gera mistök hér en lykillinn er hvort þú lærir af þeim, á þessu stigi er þetta bara eins og að hoppa út í djúpu laugina. Þú verður að geta synt og færð enga kúta til að bjarga þér. Eftir þetta verða þær að verða tilbúnari þegar komið er að keppnisleikjum,“ sagði Freyr sem var ekki ánægður með varnarleikinn í báðum mörkunum. „Það eru mistök alls staðar á vellinum í fyrsta markinu, það var lélegur varnarleikur frá fremsta manni alveg aftur til Guðbjargar í markinu. Svo í seinna markinu er þetta bara klaufagangur hjá okkur, við getum ekki leyft okkur að klúðra svona hlut gegn jafn sterkum mótherja,“ sagði Freyr svekktur.Þorðum loksins að líta upp Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Hann sagði leikmennina loksins hafa farið eftir fyrirmælum sem gefin voru fyrir leik. „Við áttum að gera betur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við fórum að gera það sem við lögðum upp með fyrir leik, loka á miðjuna og reyna að ýta þeim út á kantana. Fara í návígi af krafti en ekki af hálfum hug. Sóknarlega fórum við að líta upp og reyna að finna plássið í staðinn fyrir að hreinsa blint upp völlinn. Eftir að við jöfnum metin finnst mér leikurinn jafn þar til þær skora þetta mark sem reyndist sigurmarkið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira