Jóhanna vill að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokknum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 16:47 Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert lært af hruninu. Vísir/Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira