Erlent

Fyrsti maðurinn sem rauf fjögurra mínútna-múrinn látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sir Roger Bannister sést hér fagna 50 ára afmæli heimsmetsins.
Sir Roger Bannister sést hér fagna 50 ára afmæli heimsmetsins. Vísir/AFP
Sir Roger Bannister, fyrsti maðurinn sem hljóp eina mílu (1,6 kílómetra) á undir fjórum mínútum, er látinn. Hann var 88 ára gamall.

Bannister setti heimsmetið á Iffley Road-leikvanginum í Oxford á Englandi þann 6. maí 1954. Metið stóð þó aðeins í fjóra daga.

Bannister lagði stund á nám í taugasjúkdómafræði og varð forystumaður í faginu. Hann var sleginn til riddara árið 1957 en sama ár fótbrotnaði hann í bílslysi og hætti að leggja stund á hlaup.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Bannister segir að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Bannister greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×