Lífið

Jóhanns minnst undir söng Eddie Vedder á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann lést í síðasta mánuði.
Jóhann lést í síðasta mánuði.
Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. Verðlaunin skiptust nokkuð jafnt á milli þeirra tilnefndu og í raun má segja að engin ein kvikmynd standi uppi sem sigurvegari hátíðarinnar.

Kvikmyndin The Shape of Water hlaut fern verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd, en hún fékk alls 13 tilnefningar.



Tónskáldsins Jóhanns Jóhanssonar var minnst á hátíðinni í nótt en hann féll frá í upphafi síðasta mánaðar. Hann var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna.



Fjölmargir nafntogaðir komu fram í sérstöku minningarmyndbandi og var Jóhann þar á meðal. Söngvarinn Eddie Vedder flutti lagið Room At the Top eftir Tom Petty á meðan Jóhanns og kollega hans var minnst. Petty lést í október á síðasta ári.

Jóhann Jóhannsson fannst látinn á heimili sínu í Berlín 9. febrúar. Hér að neðan má sjá minningarmyndband óskarsins 2018 en Jóhann birtist þegar 1:20 er liðið af myndbandinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×