Jürgen Klopp: Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:56 Jürgen Klopp brosir til Magnúsar á fundinum í dag. skjáskot Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira