Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2018 06:00 Valgerður Sverrisdóttir er meðlimur í sama sundklúbbi og séra Ólafur og þekkir hann „að góðu einu“. Vísir/Gva Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54