Nítján ára Bliki hafði góð tök á bestu fótboltakonu heims Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. mars 2018 08:30 Mynd sem er lýsandi fyrir leikinn en íslensku stelpurnar börðust um hvern einasta bolta. vísir/getty Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira