Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 13:46 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. VÍSIR/ANTON BRINK Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundaði með þingflokksformönnum flokkanna á þingi í hádeginu í dag og var þetta niðurstaða fundarins að því er fram kemur á vef RÚV. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en tillagan var send inn til Alþingis skömmu fyrir miðnætti í gær. Í tilkynningu frá Alþingi segir að umræðan um tillöguna hefjist klukkan 16:30 og er fyrirkomulag umræðna eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Vantrauststillagan er lögð fram vegna Landsréttarmálsins svokallaða en í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundaði með þingflokksformönnum flokkanna á þingi í hádeginu í dag og var þetta niðurstaða fundarins að því er fram kemur á vef RÚV. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en tillagan var send inn til Alþingis skömmu fyrir miðnætti í gær. Í tilkynningu frá Alþingi segir að umræðan um tillöguna hefjist klukkan 16:30 og er fyrirkomulag umræðna eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Vantrauststillagan er lögð fram vegna Landsréttarmálsins svokallaða en í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14