Telur að hún hafi stuðning þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 11:14 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra, fagnar því að geta rætt störf sín. Komin er vantrauststillaga á hana vegna Landsréttarmálsins. VISIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26