Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 19:00 Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42