Reyna að afla upplýsinga um Hauk Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir embættið reyna að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir í svari við fyrirspurn Vísis að embættið sé með mál Hauks á sínu borði. Unnið sé að því afla upplýsinga en ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort og/eða hvenær upplýsingar fáist. ANF fréttastofan hefur greint frá því að Haukur hafi fallið í átökum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum. Vísaði fréttastofan í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með.Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Utanríkisráðuneytið er sagt með alla anga úti við að afla upplýsinga um Hauk.Vísir/E.ÓlVar það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrinhérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Utanríkisráðuneytið sagðist í gær vera að kanna orðróm þess efnis að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Var reynt að afla staðfestingar í gegnum ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðdeild embættis ríkislögreglustjóra. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í dag að utanríkisráðuneytið hefði engar staðfestingar fengið á fregnum sem hafa borist af Hauki ytra. Sagði Sveinn ráðuneytið vera með alla anga úti við að afla upplýsinga um mál Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar. Tengdar fréttir Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50 Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra reynir að afla upplýsinga um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir í svari við fyrirspurn Vísis að embættið sé með mál Hauks á sínu borði. Unnið sé að því afla upplýsinga en ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort og/eða hvenær upplýsingar fáist. ANF fréttastofan hefur greint frá því að Haukur hafi fallið í átökum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum. Vísaði fréttastofan í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með.Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Utanríkisráðuneytið er sagt með alla anga úti við að afla upplýsinga um Hauk.Vísir/E.ÓlVar það hluti af áhlaupi tyrkneska hersins og uppreisnarmanna sem studdir eru af Tyrkjum á Afrinhérað sem hefur verið nefnt „Operation Olive Branch“. YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum í héraðinu ásamt sveitum sem studdar eru af yfirvöldum í Íran. Utanríkisráðuneytið sagðist í gær vera að kanna orðróm þess efnis að Haukur hefði fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Var reynt að afla staðfestingar í gegnum ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðdeild embættis ríkislögreglustjóra. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í dag að utanríkisráðuneytið hefði engar staðfestingar fengið á fregnum sem hafa borist af Hauki ytra. Sagði Sveinn ráðuneytið vera með alla anga úti við að afla upplýsinga um mál Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ritaði stutta grein á bloggsíðu sína fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingar um Hauk sem mögulega gætu varpað ljósi á mál sonar hennar.
Tengdar fréttir Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50 Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda. 6. mars 2018 14:50
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03