Markmiðið að kynna alvöru street food Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. mars 2018 06:00 Box verður á bílastæðinu fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Svæðið mun einkennast af hráu útliti. Vísir/vilhelm „Ég var með Búlluna úti í London – þá vorum við oft á svona „street food“ hátíðum bæði í London og Amsterdam. Ég hef síðan alltaf gengið með það í maganum að gera svona svipað hérna á klakanum. Þar sem þróunin í íslenskum matarvenjum hefur verið góð á síðustu árum ákvað ég bara að hjóla í þetta og taka þetta alla leið. Ég talaði sem sagt bara við Reykjavíkurborg og kynnti þetta fyrir þeim – þau tóku gríðarlega vel í þetta og við ákváðum að fara í samstarf ásamt Reitum sem eiga lóðina í Skeifunni. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik. Hann er að fara að byggja upp Box – matarvagna og götumarkað í Skeifunni þar sem „pop up“ verslanir og „street food“ vagnar selja mat og tísku, ásamt því að þarna mun verða bar, skjár sem sýnir leiki í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og svæði þar sem tónlistarmenn geta leikið listir sínar fyrir svöngum og þyrstum lýðnum.Útvarpsmennirnir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson.„Við ætlum að keyra þetta frá fimmtudögum til sunnudaga – Ísland er að spila þarna einn þriðjudag og þá verður opið, en það verður líka fyrirvari með veðurspána: ef það kemur einhver hitabylgja frá mánudegi til miðvikudags munum við flauta inn liðið og hjóla í partí. Á sunnudögum yrði svo fjöldskyldustemming.“ Ætlunin er að Box verði starfandi frá 1. júní til 29. júlí. Markaðurinn verður í Skeifunni á bílastæðinu við Rúmfatalagerinn. Útlitið á að vera hrátt; gámar, pallettur og vagnar. „Fókusinn er á matinn og þetta „street food“ konsept, við ætlum að biðja alla að leggja metnað í að gera alvöru „street food“. Gera þetta einfalt, verðinu stillt í hóf þannig að þú getir verið að smakka þrjá-fjóra rétti með vinunum. Síðan er hægt að deila þeim í stemmingu og góðri tónlist.“ Box óskar eftir umsóknum á póstfangið info@rvkstreetfood.is frá aðilum sem hafa áhuga, hvort sem það er að vera með matarbás eða „pop up“ verslun. „Við erum búnir að ræða við þó nokkra aðila sem eru til, en þarna verður pláss fyrir um 15-20 staði, þetta verður þétt – en það verður hægt að koma þarna inn eina helgi eða einn dag, við erum bara að stilla þessu upp. Þetta er tilraunaverkefni sem við ætlum að reyna að gera sem skemmtilegast. Svo er auðvitað markmiðið að kynna fyrir Íslendingum alvöru „street food.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Ég var með Búlluna úti í London – þá vorum við oft á svona „street food“ hátíðum bæði í London og Amsterdam. Ég hef síðan alltaf gengið með það í maganum að gera svona svipað hérna á klakanum. Þar sem þróunin í íslenskum matarvenjum hefur verið góð á síðustu árum ákvað ég bara að hjóla í þetta og taka þetta alla leið. Ég talaði sem sagt bara við Reykjavíkurborg og kynnti þetta fyrir þeim – þau tóku gríðarlega vel í þetta og við ákváðum að fara í samstarf ásamt Reitum sem eiga lóðina í Skeifunni. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik. Hann er að fara að byggja upp Box – matarvagna og götumarkað í Skeifunni þar sem „pop up“ verslanir og „street food“ vagnar selja mat og tísku, ásamt því að þarna mun verða bar, skjár sem sýnir leiki í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og svæði þar sem tónlistarmenn geta leikið listir sínar fyrir svöngum og þyrstum lýðnum.Útvarpsmennirnir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson.„Við ætlum að keyra þetta frá fimmtudögum til sunnudaga – Ísland er að spila þarna einn þriðjudag og þá verður opið, en það verður líka fyrirvari með veðurspána: ef það kemur einhver hitabylgja frá mánudegi til miðvikudags munum við flauta inn liðið og hjóla í partí. Á sunnudögum yrði svo fjöldskyldustemming.“ Ætlunin er að Box verði starfandi frá 1. júní til 29. júlí. Markaðurinn verður í Skeifunni á bílastæðinu við Rúmfatalagerinn. Útlitið á að vera hrátt; gámar, pallettur og vagnar. „Fókusinn er á matinn og þetta „street food“ konsept, við ætlum að biðja alla að leggja metnað í að gera alvöru „street food“. Gera þetta einfalt, verðinu stillt í hóf þannig að þú getir verið að smakka þrjá-fjóra rétti með vinunum. Síðan er hægt að deila þeim í stemmingu og góðri tónlist.“ Box óskar eftir umsóknum á póstfangið info@rvkstreetfood.is frá aðilum sem hafa áhuga, hvort sem það er að vera með matarbás eða „pop up“ verslun. „Við erum búnir að ræða við þó nokkra aðila sem eru til, en þarna verður pláss fyrir um 15-20 staði, þetta verður þétt – en það verður hægt að koma þarna inn eina helgi eða einn dag, við erum bara að stilla þessu upp. Þetta er tilraunaverkefni sem við ætlum að reyna að gera sem skemmtilegast. Svo er auðvitað markmiðið að kynna fyrir Íslendingum alvöru „street food.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira