Fyrsta alþjóðamótið í slembiskák til heiðurs Fischer í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:45 Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan. Skák Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan.
Skák Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira