Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 15:51 „Fjölskylda og vinir Hauks hafa unnið ötullega að því að afla upplýsinga um afdrif hans. Fjölmargir hafa aðstoðað við upplýsingaöflun og þýðingar og ennþá fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. Við erum innilega þakklát,“ segir Eva Hauksdóttir í nýrri færslu sem hún birti á síðu sinni nú fyrir skömmu. Vísir greindi frá því í gær að hún hafi kallað eftir upplýsingum um afdrif sonar hennar Hauks Hilmarssonar. Talið að Tyrkir hafi líkið „Við teljum okkur vera búin að púsla sögunni af ferðum Hauks saman í grófum dráttum. Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að YGP telji hann af og vitum nokkuð nákvæmlega hvar hann féll en við vitum ekki ennþá hvar líkið er. Kúrdar komast ekki inn á árásarsvæðið til þess að leita en það hefur verið leitað á öllum sjúkrahúsum í borginni og hann hefur ekki fundist.“ Eva Hauksdóttir hefur gripið til þess ráðs að leyfa fólki að fylgjast með gangi mála á vefsíðu sinni. Eva segir að í tyrkneskum fjölmiðlum hafi komið fram að Tyrkir séu með líkið og að það verði sent heim, en enginn hafi haft samband við íslensk yfirvöld vegna þess og þetta gæti verið byggt á sögusögnum eða hreinlega áróðursbragð. Allt eins líklegt að Haukur hafi grafist í rústum „Það er allt eins líklegt að hann hafi grafist undir rústum. Við áttum fund með Utanríkisráðuneytinu og Lögreglunni í dag. Þau hafa engar viðbótarupplýsingar en eru í sambandi við sendiráð og stjórnsýslustofnanir víða um heim.“ Eva auglýsir enn eftir upplýsingum. „Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi upplýsingar sem virðast áreiðanlegar um það hvar líkamsleifar Hauks eru niðurkomnar, endilega hafið þá samband við hilmarsson2018@gmail.com eða beint við lögreglu eða Utanríkisráðuneytið. Á þessu stigi hjálpar það ekki að senda okkur fréttatengla eða upplýsingar um einhvern sem er á svæðinu eða þekkir til þar.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Fjölskylda og vinir Hauks hafa unnið ötullega að því að afla upplýsinga um afdrif hans. Fjölmargir hafa aðstoðað við upplýsingaöflun og þýðingar og ennþá fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. Við erum innilega þakklát,“ segir Eva Hauksdóttir í nýrri færslu sem hún birti á síðu sinni nú fyrir skömmu. Vísir greindi frá því í gær að hún hafi kallað eftir upplýsingum um afdrif sonar hennar Hauks Hilmarssonar. Talið að Tyrkir hafi líkið „Við teljum okkur vera búin að púsla sögunni af ferðum Hauks saman í grófum dráttum. Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að YGP telji hann af og vitum nokkuð nákvæmlega hvar hann féll en við vitum ekki ennþá hvar líkið er. Kúrdar komast ekki inn á árásarsvæðið til þess að leita en það hefur verið leitað á öllum sjúkrahúsum í borginni og hann hefur ekki fundist.“ Eva Hauksdóttir hefur gripið til þess ráðs að leyfa fólki að fylgjast með gangi mála á vefsíðu sinni. Eva segir að í tyrkneskum fjölmiðlum hafi komið fram að Tyrkir séu með líkið og að það verði sent heim, en enginn hafi haft samband við íslensk yfirvöld vegna þess og þetta gæti verið byggt á sögusögnum eða hreinlega áróðursbragð. Allt eins líklegt að Haukur hafi grafist í rústum „Það er allt eins líklegt að hann hafi grafist undir rústum. Við áttum fund með Utanríkisráðuneytinu og Lögreglunni í dag. Þau hafa engar viðbótarupplýsingar en eru í sambandi við sendiráð og stjórnsýslustofnanir víða um heim.“ Eva auglýsir enn eftir upplýsingum. „Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi upplýsingar sem virðast áreiðanlegar um það hvar líkamsleifar Hauks eru niðurkomnar, endilega hafið þá samband við hilmarsson2018@gmail.com eða beint við lögreglu eða Utanríkisráðuneytið. Á þessu stigi hjálpar það ekki að senda okkur fréttatengla eða upplýsingar um einhvern sem er á svæðinu eða þekkir til þar.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00