Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2018 10:30 Swaney skemmtir sér hér konunglega í brautinni. vísir/ap Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira